ÞJÓNASKÓLINN

thjonaskolinn_banner_2018_03.jpg

Þjónusta

 

VILTU AUKA FRAMLEGÐ ÞÍNA

 

Með okkar hjálp getur afkoma veitingastaðarins þíns orðið enn betri auk þess sem ánægja viðskiptavina mun aukast.

Þjónanámskeiðin hjá Þjónaskólanum snúast um að bæta þjónustu á veitingastöðum til að auka enn frekar afkomu þeirra og til að upplifun viðskiptavinarins fari jafnvel fram úr væntingum. Jafnframt til að auka sjálfstraust og vellíðan starfsfólks.


HVAÐ ER FARIÐ YFIR

 

Við förum yfir allar þær aðgerðir sem þarf til að gera upplifun viðskiptavinarins sem besta og um leið auka framlegð veitingastaðarins.


HVAR OG HVENÆR ER NÁMSKEIÐIÐ HALDIÐ

 

Námskeiðið er haldið á veitingastaðnum þínum svo að starfsfólk geti strax séð hvernig unnt sé að nýta það í nærumhverfi sínu. Tímasetning námskeiðsins fer eftir því hvað hentar veitingastaðnum þínum.


HVERSU LANGT ER NÁMSKEIÐIÐ

 

Námskeiðið er fjórar kennslustundir og síðan kemur kennari í tvö skipti og fylgir eftir því sem farið var yfir á námskeiðinu. Tímasetningar eftir þínum hentugleika.


HVERJIR HALDA NÁMSKEIÐIÐ

Stofnandi og kennari Þjónaskólans er Margrét Rósa Einarsdóttir framreiðslumeistari. Margrét Rósa Einarsdóttir starfaði um árabil sem yfirframreiðslumaður á Lækjarbrekku í Bankastræti. Auk þess hefur Margrét verið eigandi og rekið veitingastaðina Pisa og Caruso og síðastliðin 17 ár rak hún og var eigandi Iðnó.


hvað kostar námskeiðið

Kr.15000 á mann, miðað við 4 þjóna.

Við getum fullvissað þig um að námskeiðið borgar sig þar sem þú munt svo sannarlega auka framlegð veitingastaðarins og upplifa ánægðari viðskiptavini og ánægðara starfsfólk.

Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Endurgreiðslan er allt að 75% af verði námskeiðsins.

Allar upplýsingar inná www.attin.is _ vegvísir að þekkingu


HVERNIG SKRÁI ÉG FYRIRTÆKIÐ Á NÁMSKEIÐIÐ

Allar nánari upplýsingar um verð og tilhögun veitir

Margrét Rósa Einarsdóttir í síma : 896-8926

eða í tölvupósti margret@thjonustuskolinn.is


 

Þjónanámskeið

Kennarar

Um skólann

 

Hafðu samband

 

með okkar hjálp getur afkoma veitingastaðarins þíns orðið enn betri auk þess sem ánægja viðskiptavina mun aukast

 

Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Það er hægt að senda mér skilaboð hér fyrir neðan, í e-mail og/eða með því að hringja beint.

Allar nánari upplýsingar um verð og tilhögun veitir Margrét Rósa Einarsdóttir í síma: 896 8926 eða í tölvupósti: margret@thjonustuskolinn.is


Sími / Phone:

(+354) 896 8926

Email:

margret@thjonustuskolinn.is

Heimasíða:

þjonaskolinn.is  /  thjonaskolinn.com

Opnunartími:

Mánudaga til föstudaga 9:00 til 17:00


Með kærri kveðju

Margrét Rósa Einarsdóttir  framreiðslumeistari